Latabæjarhátíð.
Hekla María fór á Latabæjarhátíð í gær, þar sem allar hetjurnar voru mættar á svið .. Sveppi og Villi, Björgvin Frans og Fransína, Jóhanna Guðrún, Jógvan og Jónsi og svo auðvitað Latibær eins og hann lagði sig. Síðasta show Magnúsar Scheving og hún sótti fast að komast í fangið á honum og með harðfylgni hafðist það. Ótrúlega flott mynd af þeim báðum og aðdáunin leyndi sér ekki. Hekla tróðst svo aftur alveg ein í gegnum þvöguna og náði að sýna honum Sollu hálsmenið sem hún gleymdi að sýna í fyrstu heimsókninni. Það vantaði s.s. ekkert upp á ákveðnina hjá minni ... snillingur!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim