mánudagur, desember 19, 2005

Jæja það er komin þessi líka svakalega regla á svefninn minn :) sofna alltaf milli 4 og 5 og vakna um hádegi :) Mamma og pabbi eru eitthvað voðalega þreytt á þessu, en þau verða bara að sætta sig við það að nóttin á þessum bæ er frá 4-12 og hananú! Jamm, annars þykjast þau ætla kenna mér að sofna fyrr um leið og magaverkurinn er alveg farinn og þau halda að það verði þegar ég verð 3ja mánaða, sem sagt í byrjun janúar. Annars er ég bara alltaf að stækka og þroskast. Ég er nánast farin að halda höfði sjálf og aðeins farin að uppgötva hendurnar mínar, mér finnst voðalega gott að sjúga þær og ef einhverju dóti er haldið fyrir framan mig þá horfi ég stíft og reyni að sveifla höndunum í áttina að dótinu til að koma við það og stundum tekst það. Svo er ég alltaf að verða meiri og meiri krúsídúlla bara, veit ekki hvar þetta endar, mamma ræður stundum ekki við sig í knúsinu.....

kveðja,
Hekla María krúsímúsí.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim