þriðjudagur, desember 13, 2005

Nýjar desember myndir

Það eru komnar inn nýjar myndir á spássíuna til hægri. Þetta eru nú mest allt myndir af mér eins og venjulega :) en þarna eru líka myndir frá því við fórum upp á Skaga í saltfisk hjá langafa. Þar hittum við m.a frænda minn hann Friðrik Úlf en hann er 4 mánuðum eldri en ég en miiiiklu stærri en ég :). Svo eru þarna myndir af henni Nönnu Björgu vinkonu minni, en hún kom til okkar í smá pössun í dag. Hún er 5 vikum eldri en ég. Svo eru líka myndir frá því ég og mamma fórum í mat til Bjarkar vinkonu mömmu, en þar hittum við tvær vinkonur mínar þær Arndísi 2 1/2 árs (dóttir Bjarkar) og hana Þórdísi 1 árs (dóttir Gunnhildar).

Kveðja,
Hekla María sem fer ekki að sofa fyrr en milli 2-4 á nóttinni þessa dagana.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

vá hvað hún stækkar ... hlakka til að hitta ykkur öll fljótlega.

kv.
mvb

3:36 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

http://www.golfcourse-design.com/index.cfm?blog

6:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim