Á bóla kaf...
Jæja, ég kafaði í sundinu í dag. Á þriðjudaginn var voru hin börnin látin kafa, en þar sem M&P voru veik í fyrsta sundtímanum og við misstum þ.a.l af honum, þá var ég ekki látin kafa fyrr en í dag. Kennarinn lét mig kafa í dag til að sýna M&P hvernig þau bera sig að. Í næsta tíma fá þau svo að prófa sjálf að dífa mér í vatnið :) En aftur að köfuninni í dag. Þetta var nú ekki mikið mál skal ég ykkur segja, M&P finnst stundum eins og ég breyti varla um svip í sundinu, ég bara horfi í kring um mig með stóískri ró og það má segja að það hafi ekkert breyst í köfunninni - ég breytti varla um svip þegar ég kom upp úr vatninu :O) En M&P hlógu og skemmtu sér vel yfir þessu og voru bara fegin að þetta væri yfirstaðið! En mest voru þau samt bara stollt af litlu krúslunni sinni.
Bless í bili,
kv.Hekla María kafari.
Bless í bili,
kv.Hekla María kafari.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim