Lasarus :(
Ég er búin að vera lasin. í fyrsta skipti alvöru lasin. Ég fékk mikið kvef á laugardaginn og svo hita seinni partinn. M&P fóru með mig á læknavaktina og læknirinn sagði mig vera með eyrnabólgu :( Sennilega hef ég fengið sýkingu í eyrað út af kvefinu. Ég er búin að taka inn sýklalyf síðan þá með tilheyrandi bleiuskiptum! En í gær skoðaði læknirinn mig aftur og sagði að eyrnabólgan væri að verða búin sem betur fer. Ég er ennþá svolítið lítil í mér og vill vera mikið í fanginu á mömmu en þetta er allt að koma...
kv.Hekla María lasarus.
kv.Hekla María lasarus.
5 Ummæli:
Æi litla skinnið......þú verður að vera dugleg að láta þér batna svo við getum komið í heimsókn :o)
Knús í poka......
Láttu þér nú batna vinkona svo ég geti komið í heimsókn og leikið við þig...og kannski líka aðeins með dótið þitt :)
æ láttu þér batna. Sjáumst vonandi fljótlega :)
knús - Margrét frænka
Þið eruð nú ekki duglegust að blogga. Hvað er að frétta af skvísunni? Er hún ekki búin að ná sér?
Kveðja, Guðrún Soffía
Hei.
Tad var mikid ad eg fann ykkur :D hana. Minnir er sko ekki meira en tetta sko.
En allavega, voda søt jente :)
Verdum endilega i sambandi.
Kv fra norge
Skrifa ummæli
<< Heim