þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Lasarus :(

Ég er búin að vera lasin. í fyrsta skipti alvöru lasin. Ég fékk mikið kvef á laugardaginn og svo hita seinni partinn. M&P fóru með mig á læknavaktina og læknirinn sagði mig vera með eyrnabólgu :( Sennilega hef ég fengið sýkingu í eyrað út af kvefinu. Ég er búin að taka inn sýklalyf síðan þá með tilheyrandi bleiuskiptum! En í gær skoðaði læknirinn mig aftur og sagði að eyrnabólgan væri að verða búin sem betur fer. Ég er ennþá svolítið lítil í mér og vill vera mikið í fanginu á mömmu en þetta er allt að koma...

kv.Hekla María lasarus.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Æi litla skinnið......þú verður að vera dugleg að láta þér batna svo við getum komið í heimsókn :o)
Knús í poka......

3:32 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Láttu þér nú batna vinkona svo ég geti komið í heimsókn og leikið við þig...og kannski líka aðeins með dótið þitt :)

12:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

æ láttu þér batna. Sjáumst vonandi fljótlega :)
knús - Margrét frænka

7:14 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Þið eruð nú ekki duglegust að blogga. Hvað er að frétta af skvísunni? Er hún ekki búin að ná sér?
Kveðja, Guðrún Soffía

4:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hei.

Tad var mikid ad eg fann ykkur :D hana. Minnir er sko ekki meira en tetta sko.

En allavega, voda søt jente :)

Verdum endilega i sambandi.

Kv fra norge

10:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim