sunnudagur, febrúar 19, 2006

Sunddrottning


jamm þá er sundferillinn hafinn. Fórum í fyrsta ungbarnasunds tímann á föstudaginn. Erum hjá henni Birnu í Mýrinni í Garðabæ. Þetta er rosalega gaman, mér finnst mjög gaman í lauginni og er ekkert hrædd. Við gerðum allskonar æfingar, ég var látin liggja með höfuðið upp og eyrun ofan í lauginni, við sungum og gerðum æfingar með söngnum. Í lokin sungum við svo draumahöllina til að slaka aðeins á eftir lætin. Í næsta tíma eiga svo þau okkar sem eru tilbúin að kafa, að prófa það. Kemur í ljós hvort ég prufa það á þriðjudaginn eða hvað.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

áfram Hekla María
-Amma

3:16 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Auðvitað kafar þú, mér finnst skemmtilegast að hafa augun opin og skoða allar þessar fætur í vatninu.

Þín vinkona Nanna Björg

10:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim