miðvikudagur, október 29, 2008

Leikskóla frasar

Við höfum ekki farið varhluta af því að Hekla María lærir nýja frasa frá krökkunum í leikskólanum annað slagið. Það er voða vinsælt þessa dagana að kalla mömmu og pabba 'prumpulabbi'....það er mjööög fyndið finnst Heklu Maríu :) Svo er líka rosa gaman að fá 'síðasta' þá syngur í henni 'ég fékk síðasta, ég fékk síðasta...' t.d þegar við gefum henni súrmjólk eða ab-mjólk og hún klárast...og reyndar syngur hún þetta líka stundum þó hún fái ekki síðasta :)
Svo er það langt langt upp í geim. T.d þegar hún er að róla þá á mamma eða pabbi að ýta henni langt langt upp í geim. Líka þegar á að byggja turn úr lego kubbunum, þá á hann að ná langt langt upp í geim :)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha...langt upp í geim - kannast við það. Nema hvað mín sagði lengi vel langt upp í geit! Heyrði þetta eitthvað vitlaust greyið :-)

8:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim