Kardimommubærinn
Í gær fór Hekla María að sjá Kardimommubæinn í Þjóðleikhúsinu með okkur foreldrunum á meðan amman gætti Loga Þórs. Hekla, ekki vön að hafa foreldrana báða út af fyrir sig eftir að litli bróðir fæddist, velti því fyrir sér á leiðinni hvort Logi Þór yrði nokkuð svangur á meðan við værum í leikhúsinu. Ég fullvissaði hana um að amman myndi sjá til þess að hann fengi næga mjólk á meðan við værum í burtu.
Við keyptum miða á sýninguna í gegnum Regnbogann (leikskólann) og Hekla var ekki síður spennt að hitta krakkana úr skólanum en að sjá sjálfa sýninguna.
Þetta er í annað skiptið sem við förum á leiksýningu eftir að við fluttum heim aftur. Fyrri sýningin sem við fórum á var Gosi og Hekla var frekar hrædd á þeirri sýningu, sérstaklega þegar stóri hvalurinn kom á sviðið og át Jakob, pabba Gosa.
Hún heimtað að fá að fara heim og felldi tár. En einhvernveginn náði ég að sannfæra hana um að klára sýninguna sem endaði vel eins og allir vita og mín dama var sátt og talaði mikið um sýninguna eftirá.
Ég óttaðist nú ekkert sérstaklega að lenda í þessu á Kardimommubæjar sýningunni þar sem ég gat ómögulega munað eftir einhverju atriði sem vakið gæti óhug hjá þriggja ára. Heklu finnst greinilega leiksýningar eitthvað yfirþyrmandi yfir höfuð, því strax í byrjun grúfði hún sig í fangið á mér og vildi varla horfa. En það breyttist eftir fyrstu mínúturnar og hún fylgdist spennt með sýningunni eftir það. En henni fannst hávaðinn of mikill á köflum (hljómsveitin) og það endaði með því að henni var mútað með súkkulaði til að koma inn í salinn eftir hlé :)
Það sem stóð upp úr sýningunni hjá Heklu Maríu var að það var stelpa í asna búninginum, s.s þetta var ekki alvöru asni og það tókst að slökkva eldinn í turninum hans Tóbíasar.
Eftir sýninguna fórum við og kíktum aðeins á hljóðfærin sem hljómsveitin lék á við sýninguna. Hekla hefur nefnilega verið að hlusta á Maximús músikús undanfarið og er farin að kannast aðeins við hin og þessi hljóðfæri, óbó, selló, fiðlu, flautu og fagott. Hún sagði mér um daginn að hún vildi ekki læra á selló heldur bara svona lítið selló og benti á mynd af fiðlu :)
Logi Þór er að verða ansi mikill karakter. Hann er farinn að grípa vel dót sem er sett fyrir framan hann og stinga því upp í sig.
Hann er brosmildur og hlær mjög mikið, algjörum hrossahlátri. Einhverja tilraunir hafa verið gerðar til að taka það upp á videó með misjöfnum árangri.
Næturnar eru alveg ágætar, hann sofnar yfirleitt milli 23-24 á kvöldin og vaknar tvisvar yfir nóttina til að drekka....þegar best lætur :)
Hann fór í þriggja mánaða skoðun um daginn og mældist 59cm og 5600gr.
Við keyptum miða á sýninguna í gegnum Regnbogann (leikskólann) og Hekla var ekki síður spennt að hitta krakkana úr skólanum en að sjá sjálfa sýninguna.
Þetta er í annað skiptið sem við förum á leiksýningu eftir að við fluttum heim aftur. Fyrri sýningin sem við fórum á var Gosi og Hekla var frekar hrædd á þeirri sýningu, sérstaklega þegar stóri hvalurinn kom á sviðið og át Jakob, pabba Gosa.
Hún heimtað að fá að fara heim og felldi tár. En einhvernveginn náði ég að sannfæra hana um að klára sýninguna sem endaði vel eins og allir vita og mín dama var sátt og talaði mikið um sýninguna eftirá.
Ég óttaðist nú ekkert sérstaklega að lenda í þessu á Kardimommubæjar sýningunni þar sem ég gat ómögulega munað eftir einhverju atriði sem vakið gæti óhug hjá þriggja ára. Heklu finnst greinilega leiksýningar eitthvað yfirþyrmandi yfir höfuð, því strax í byrjun grúfði hún sig í fangið á mér og vildi varla horfa. En það breyttist eftir fyrstu mínúturnar og hún fylgdist spennt með sýningunni eftir það. En henni fannst hávaðinn of mikill á köflum (hljómsveitin) og það endaði með því að henni var mútað með súkkulaði til að koma inn í salinn eftir hlé :)
Það sem stóð upp úr sýningunni hjá Heklu Maríu var að það var stelpa í asna búninginum, s.s þetta var ekki alvöru asni og það tókst að slökkva eldinn í turninum hans Tóbíasar.
Eftir sýninguna fórum við og kíktum aðeins á hljóðfærin sem hljómsveitin lék á við sýninguna. Hekla hefur nefnilega verið að hlusta á Maximús músikús undanfarið og er farin að kannast aðeins við hin og þessi hljóðfæri, óbó, selló, fiðlu, flautu og fagott. Hún sagði mér um daginn að hún vildi ekki læra á selló heldur bara svona lítið selló og benti á mynd af fiðlu :)
Logi Þór er að verða ansi mikill karakter. Hann er farinn að grípa vel dót sem er sett fyrir framan hann og stinga því upp í sig.
Hann er brosmildur og hlær mjög mikið, algjörum hrossahlátri. Einhverja tilraunir hafa verið gerðar til að taka það upp á videó með misjöfnum árangri.
Næturnar eru alveg ágætar, hann sofnar yfirleitt milli 23-24 á kvöldin og vaknar tvisvar yfir nóttina til að drekka....þegar best lætur :)
Hann fór í þriggja mánaða skoðun um daginn og mældist 59cm og 5600gr.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim