fimmtudagur, apríl 09, 2009

Skírdagur

Hekla María sat upp í sófa áðan og dundaði sér við að troða höldunum á sólgleraugunum sínum í sitthvoran skóinn sinn:
Mamma: Hekla mín ekki skemma sólgleraugun
Hekla: Þá fæ ég bara ný
Mamma: nei, þú færð ekki ný
Hekla: Jú, maður fær bara nýtt þegar skemmist
Mamma: Nei Hekla mín, maður fær sko ekki nýtt dót ef maður skemmir vísvitandi
Hekla: aaaaaaallt í lagi, ég ruglaðist bara, fyrirgefðu mamma

Ef þetta er ekki lýsandi fyrir hana Heklu mína þá veit ég ekki hvað. Alltaf hægt að útskýra og ræða málin.

Stefnan er tekin upp í bústað í fyrramálið. Geir sefur eftir að hafa tekið næturvaktina með Loga þór í nótt. Komnar 3 nætur sem hann heldur okkur foreldrunum vakandi nánast alla nóttina. Samt amar ekkert að drengnum á daginn, sennilega er hann að taka tennur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim