Ógeðisbólan
Logi þór slapp ekki við hlaupabóluna. Segja má að hlaupabólan hjá Heklu Maríu hafi verið sýnishorn miðað við hvað Logi þurfti að ganga í gegnum. Hann steyptist út í bólum, mest á höfði og bleyjusvæði og fékk háan hita með í 4 daga (38.5-39.3) Eitt kvöld var honum sérstaklega erfitt, hann gat ekki sofið og grét mikið.
Núna er þetta að mestu yfirstaðið og drengurinn orðinn hitalaus.
Í dag ætlum við Hekla María að fara og sjá Maximus Músíkús í uppfærslu Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Hekla er að reyna átta sig á því hvort þetta er meira eins og bíó eða leikhús, en ég útskýrði fyrir henni að þetta væri svona risastórt tónlistarhús eins og Maxi fór inní í sögunni.
Svo í kvöld fáum við gesti í pizzugerð, gengið af Þórsgötunni, þau Gunnhildi, Daða, Þórdísi og Axel. Skemmtilegur dagur framundan :)
Núna er þetta að mestu yfirstaðið og drengurinn orðinn hitalaus.
Í dag ætlum við Hekla María að fara og sjá Maximus Músíkús í uppfærslu Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Hekla er að reyna átta sig á því hvort þetta er meira eins og bíó eða leikhús, en ég útskýrði fyrir henni að þetta væri svona risastórt tónlistarhús eins og Maxi fór inní í sögunni.
Svo í kvöld fáum við gesti í pizzugerð, gengið af Þórsgötunni, þau Gunnhildi, Daða, Þórdísi og Axel. Skemmtilegur dagur framundan :)
5 Ummæli:
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
æðislegar nýju myndirnar, sjáumst um helgina, M
.... engar fréttir?
-mvb
Við viljum júní myndir, við viljum júní myndir. Ekki gera eins og mamma þín segir þér, miklu betra að hanga á netinu og skella inn myndum.
Við bíðum bara eftir að Hekla María verði búin að læra að skrifa, þá er von til þess að bloggið verði uppfært.
Skrifa ummæli
<< Heim