þriðjudagur, október 13, 2009

Ég vil rassinn!

Nú er 4 ára afmælishátíðin afstaðin. Hún byrjaði á fimmtudeginum 8.október, með litlu kaffiboði hérna heima, gestirnir: Mamma, pabbi, Logi, amma, Sindri og Hildur frænka. Sem sagt allt V.i.p fólkið fyrir utan Mögguna okkar. Hekla fór líka í leikskólann með köku, mamman ofmetnaðist í eldhúsinu og bakaði súkkulaði Sollu striðu með eitur bleiku marsipan áklæði, sem sló alveg í gegn:


Svo var auðvitað afmælisveisla hérna á sunnudaginn og afmælisstelpan var alveg svakalega ánægð með þetta allt saman. Hún fékk að velja þema afmælissins og skal engan undra að Latibær varð fyrir valinu og afmæliskakan var með mynd af íþróttaálfinum og Sollu á:

Þegar það var búið að syngja afmælissönginn og blása á kertin var komið að því að afmælisbarnið fengi fyrstu sneiðina. Hekla var auðvitað með ákveðna skoðun á því hvaða part af myndinni hún fengi og ég var alveg undirbúin undir það að þurfa skera hausinn af sollu þegar barnið tilkynnti hátt og skýrt: "Ég vil fá rassinn á íþróttaálfinum og rassinn á Sollu!" Já sæll, ég varð bleikari en kjóllinn hennar Sollu í framan :)

Logi verður 11 mánaða á morgun og er alveg byrjaður að labba. Skriðin eru á undanhaldi, því hann kýs orðið að labba frekar. Hann er svo duglegur að gera allt, og hann er svo skemmtilega athugull og forvitinn, enda fiktar hann í öllu sem hann kemst í :) Hann er ennþá með 7 tennur, 4 í efri góm og 3 niðri og kippir sér ekki mikið upp við það þó foreldrunum finnist sá neðri vera full ó-symmetrískur :)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott kaka, algjört meistaraverk.

- mvb

10:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Bráðum koma blessuð jólin, og þá er aldrei að vita nema blogg-jóla-andinn færist yfir foreldrana. Eða það vonum við lesendur síðunnar! Í það minnsta ég :)

-mvb

2:30 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim