laugardagur, janúar 09, 2010

Henglish

Við Hekla María lásum orðabók barnanna fyrir háttinn í kvöld. (30 ára Orðabók sem er merkt skýrum stöfum á fremstu síðu "Geir Sigurður Jónsson") ... þetta er ekki í frásögur færandi nema hún vildi taka "telja-síðuna" í kvöld.

Mér fannst nú full auðveldur leikur að telja e-r kvikindi upp í 20, svo ég fór að rifja upp spænskuna með henni. Nei, hún tók það ekki í mál, heldur taldi fumlaust upp á 10 á ensku!! Hvað??! Hvar lærði hún þetta? Maður lærir víst ýmislegt í leikskóla á þessum síðustu tímum.

Magnað líka að hún kveikti strax þegar hún sá Ingó veðurguð í sjónvarpinu í kvöld að þetta væri sá sem söng Regnbogalagið. Hvernig muna börn svona? Hún spurði líka af hverju Jóhanna Guðrún væri að tala íslensku, hún hélt að hún væri útlensk .... Is it true?

Segiði svo að þetta bloggár byrji ekki af krafti! :)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Krílabloggið bjargaði bloggrúntinum í morgunsárið.

knús
Margrét

4:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim