Leikskóla-Logi
Þá er fyrsta vikan í leikskólanum að baki hjá Loga. Aðlögunin gekk vel, hann vældi aðeins þegar ég yfirgaf hann á þriðjudag og miðvikudag ... lét samt ekki vaða í almennilegt öskur, sem þýðir að þetta var bara svona málamyndavæl. Hann var alltaf lengur eftir því sem leið á vikuna, sem endaði með því að í gær mætti hann um kl 8, fór í morgunmat, lék, borðaði 2 diska af grjónagraut og helling af rúgbrauði, og svaf svo í nærri 2,5 klst áður en ég sótti hann kl 14.30.
Á mánudaginn verður hann svo með Heklu Maríu allan daginn. Fóstrurnar eru rosalega ánægðar með hann, hann leikur og tekur þátt í stuðinu og borðar eins og fullorðinn ... mér er sagt að því leiti falli eplið ekki langt frá eikinni ;)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim