Örfætt örverpi!
Eins og fram hefur komið, ... eða kannski ekki, þá er Logi orðinn þvílíkur boltastrákur. Hann hendir boltum (og reyndar öllu öðru) út um víðan völl og sparkar bolta eins og herforingi. Málið er samt það, að síðustu 2-3 daga hef ég tekið eftir að hann beitir vinstri fætinum fyrir sig þegar hann sparkar! Getur verið að þetta örverpi sé örfætt??? :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim