miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Fyrsta (alvöru) brosið :D

Ég er nú voðalega mikið fyrir að brosa alltaf, hef meira að segja hlegið í fanginu á mömmu - en það er alltaf bara svona með sjálfri mér, þegar ég er kannski hálf sofandi. En í gær brosti ég alvöru brosi til pabba :) Ég var glaðvakandi og horfði á hann og hann var að stríða mér eitthvað með snuddunni og þá brosti ég voðalega fallega til hans, fannst hann voðalega fyndinn :)
En það eru bara góðar fréttir varðandi magann minn, ég er bara miklu betri af þessum dropum enn sem komið er, grét bara voðalega lítið í gær. Þá er ekki ólíklegt að ég verði bara orðin alveg góð í kvöld eða á morgun.
Það eru alltaf að koma nýir og nýir gestir í heimsókn - okkur finnst það voðalega gaman þar sem ég er nú ekki farin að sjá mikið af heiminum ennþá. Við erum búin að fá fullt fullt af fallegum gjöfum! Í gærkvöldi komu Vinafólk M&P með stelpurnar sínar þær Valgerði og Gunnhildi, sem eru strax orðnar vinkonur mínar :)
Í morgun komu svo frænkur hans pabba færnandi hendi, þær gáfu mér æðislegan kerrupoka, íslenskan ullarpoka (www.meme.is) og ég hlakka ekkert smá til að prófa hann þegar veðrið verður skárra úti.

Kveðja,
Hekla María - sætasta barn í heimi :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim