mánudagur, nóvember 14, 2005

Módel

Ég er algjört mega módel skal ég segja ykkur. M&P fóru með mig í myndatöku á sunnudaginn og ég var glaðvakandi allan tímann og upp á mitt besta og pósaði bara eins og ég hafi aldrei gert neitt annað. Það verður spennandi að sjá þessar myndir þegar að því kemur.
Við skruppum í sunnudags mat til Gunndóru og co. í gær og þar hitti ég Gunnhildi og Valgerði vinkonur mínar og ég hitti líka hann Ásmund litla, sem er á miklu öskur tímabili núna :) en það var sem sagt mikið fjör í krökkunum, en ég sef alltaf bara rosalega vel þegar það er mikill hávaði og erill í kring um mig. M&P þurfa bara að fá lánaðan öskrandi krakka þegar ég er eitthvað óvær, þá sofna ég örugglega :)
En í magahorninu er það helst að frétta að ég er nú ekki ennþá hætt að vera óvær á kvöldin, en ég er nú samt ekkert að gráta mikið öll kvöld, heldur stundum er ég bara að væla smá svona af og til í tvo tíma áður en ég fer að sofa. Mamma er búin að taka út allan mjólkurmat og við sjáum hvort ég verði eitthvað hamingjusamari eftir nokkra daga. Nú svo fæ ég líka 3ml af blómavatni á dag sem á að vera voðalega gott til að koma ró á magann. En jæja nú ætla ég að fara fá mér síðasta sopann fyrir nóttina, bið að heilsa.

Hekla María.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

má ekki skella inn nýjum myndum af módelinu - engin pressa samt :)

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim