Orðin þriggja mánaða og kann að sofa
Bloggið fer eitthvað hægt af stað á nýja árinu hjá okkur. Nú var Magga frænka að fara aftur til Ameríku í gær eftir þriggja vikna stopp. Ég tók mig til og sparaði nokkur trix þangað til hún kom og nýtti tímann á meðan hún var hérna til að byrja gera allskonar nýja hluti, t.d grípa í dótið mitt þegar ég ligg á leikteppinu, tromma á dót sem er sett fyrir framan mig þegar ég sit í fanginu og grípa aðeins með puttunum í dótið líka.
Svo er gaman að segja frá því að ég er farin að hlægja þessi ósköp líka þegar ég er í góðu skapi. Amma var að segja mér brandara um daginn og ég hló og hló af henni og svo rak mömmu í rogastans í dag þegar Hildur frænka var með mig, því ég hló þessum líka mikla hrossahlátri þegar hún náði mér í einhvern fíflaskap, þetta hljómaði eins og miklu eldra barn væri að hlægja :)
Nú en aðalfréttirnar eru þær að ég tók upp á því fyrir tæpri viku síðan að sofa eins og engill á nóttunni alltaf. Ég sofna sem sagt á miðnætti í mínu rúmi og sef í c.a 11 tíma með 2 drekku pásum! Gæti ekki verið betra, M&P eru hæst ánægð með þetta og svei mér þá ef baugarnir hans pabba eru ekki bara að minnka :)
Svo er gaman að segja frá því að ég er farin að hlægja þessi ósköp líka þegar ég er í góðu skapi. Amma var að segja mér brandara um daginn og ég hló og hló af henni og svo rak mömmu í rogastans í dag þegar Hildur frænka var með mig, því ég hló þessum líka mikla hrossahlátri þegar hún náði mér í einhvern fíflaskap, þetta hljómaði eins og miklu eldra barn væri að hlægja :)
Nú en aðalfréttirnar eru þær að ég tók upp á því fyrir tæpri viku síðan að sofa eins og engill á nóttunni alltaf. Ég sofna sem sagt á miðnætti í mínu rúmi og sef í c.a 11 tíma með 2 drekku pásum! Gæti ekki verið betra, M&P eru hæst ánægð með þetta og svei mér þá ef baugarnir hans pabba eru ekki bara að minnka :)
2 Ummæli:
Innilega til hamingju með 3ja mánaðar afmælið. Og sefntíman aðsjálfsögðu. Við kíkjum svo á ykkur þegar mamman er búin að jafna sig. Verið duglegar að blogga það er svo gaman að fá að fylgjast með.
Kv Sigurlaug
fínar nýju myndirnar :)
knús og kveðja úr Ameríkunni
mvb
Skrifa ummæli
<< Heim