Sund, fruss og snudda
Jæja það er alveg fullt að frétta, enda langt liðið frá síðasta bloggi. Ég er búin að læra tvennt nýtt:
Nr.1 að frussa
Nr.2 að setja snuddu upp í mig sjálf
Byrjum á frussinu. Ég er farin að tala við M&P á mínu eigin tungumáli og í því er svolítið fruss stundum, sem ég pældi ekkert í, bara partur af tungumálinu mínu. En um daginn þegar ég var að spjalla á skiptiborðinu þá fattaði ég frussið allt í einu....og upp frá því frussa ég alveg svaaaakalega mikið. Ég var svo ánægð með þessa uppgötvun að ég æfði mig kl 6.00 um morguninn eftir næturgjöfina, svona rétt áður en ég fór að sofa aftur og vakti svo mömmu líka með frussi þegar ég vildi fá næst að drekka, um 8.30. Jamm og svo frussa ég annað slagið allan daginn núna.
Í dag gerði ég svo líka svolítið flott. Mamma hélt snuddunni fyrir ofan mig á leikteppinu og ég tók hana og horfði einbeitt á hana og......stakk henni upp í mig! Mamma gerði nokkur tékk í viðbót til að útiloka að þetta væri bara tilviljun og já, ég kann að setja snudduna upp í mig. Ég fatta ekki alltaf að sleppa henni þegar hún er komin upp í mig og ríf hana þ.a.l strax út aftur, nú og svo lendir hún ekkert alltaf rétt upp í mér, en það er önnur saga.
Um helgina fór ég í sund með M&P í fyrsta skipti, fórum í inni laugina í Hafnarfirði. Vorum bara stutt í lauginni svona í fyrsta skipti, c.a korter. Mér fannst þetta bara mjög spennandi, held ég verði flott í ungbarnasundinu - já erum sem sagt búin að skrá okkur í ungbarnasund hjá Birnu í Garðabænum og verðum þ.a.l með Guðrúnu Fjólu frænku í sundi! Gaman gaman, byrjum 14.feb.
Jæja nóg af fréttum í bili, það eru komnar inn myndir fyrir janúar. Það er ný tegund af slide showi, þannig að það er hægt að smella á fyrstu myndina og svo bara örvatakka til að fá næstu og næstu, held að þetta sé þægilegra til að skoða myndirnar....bæ í bili.
kv.Hekla María sunddrottning.
Nr.1 að frussa
Nr.2 að setja snuddu upp í mig sjálf
Byrjum á frussinu. Ég er farin að tala við M&P á mínu eigin tungumáli og í því er svolítið fruss stundum, sem ég pældi ekkert í, bara partur af tungumálinu mínu. En um daginn þegar ég var að spjalla á skiptiborðinu þá fattaði ég frussið allt í einu....og upp frá því frussa ég alveg svaaaakalega mikið. Ég var svo ánægð með þessa uppgötvun að ég æfði mig kl 6.00 um morguninn eftir næturgjöfina, svona rétt áður en ég fór að sofa aftur og vakti svo mömmu líka með frussi þegar ég vildi fá næst að drekka, um 8.30. Jamm og svo frussa ég annað slagið allan daginn núna.
Í dag gerði ég svo líka svolítið flott. Mamma hélt snuddunni fyrir ofan mig á leikteppinu og ég tók hana og horfði einbeitt á hana og......stakk henni upp í mig! Mamma gerði nokkur tékk í viðbót til að útiloka að þetta væri bara tilviljun og já, ég kann að setja snudduna upp í mig. Ég fatta ekki alltaf að sleppa henni þegar hún er komin upp í mig og ríf hana þ.a.l strax út aftur, nú og svo lendir hún ekkert alltaf rétt upp í mér, en það er önnur saga.
Um helgina fór ég í sund með M&P í fyrsta skipti, fórum í inni laugina í Hafnarfirði. Vorum bara stutt í lauginni svona í fyrsta skipti, c.a korter. Mér fannst þetta bara mjög spennandi, held ég verði flott í ungbarnasundinu - já erum sem sagt búin að skrá okkur í ungbarnasund hjá Birnu í Garðabænum og verðum þ.a.l með Guðrúnu Fjólu frænku í sundi! Gaman gaman, byrjum 14.feb.
Jæja nóg af fréttum í bili, það eru komnar inn myndir fyrir janúar. Það er ný tegund af slide showi, þannig að það er hægt að smella á fyrstu myndina og svo bara örvatakka til að fá næstu og næstu, held að þetta sé þægilegra til að skoða myndirnar....bæ í bili.
kv.Hekla María sunddrottning.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim