föstudagur, febrúar 10, 2006

.....og yfir á magann!


Ég fékk fregnir af því að hún
Guðrún Fjóla frænka mín hafi velt sér yfir á magann í vikunni, þannig að ég fór að æfa mig líka og viti menn...það tókst í dag! Þetta var svolítið skrýtið, því hún mamma þurfti að fara og pabbi kom þess vegna heim úr vinnunni á meðan og ég notaði tækifærið og snéri mér akkurat á meðan! En til að skilja mömmu ekki út undan þá gerði ég það nokkrum sinnum þegar hún kom heim líka og hún tók myndir og video. Jamm M&P stollt af skonsunni sinni núna :)

kv.Hekla María

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Krúsí rús til hamingju með veltinginn. Var að horfa á myndbanið af þér og Guðrún Fjóla var sofandi úti í vagninum svo heyrðist í þér og Óli sat við gluggann og spurði “ Á ég að taka hana inn?" Hann hélt að þetta væri hljóð í GFÓ. Þið talið sama tungumálið:)
Bestu kveðjur frá fjöls. Glósölum.

1:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afrekið ;)
-mvb

4:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Heim