8 tíma svefn óskast - fundarlaun í boði
Jæja, best að blogga smá fyrst það gekk svona vel að restora gagnagrunninum :) Var búinn að gera ráð fyrir öllu kvöldinu í þetta en svo er þetta bara svona dead-simple. Hvað um það....
... Logi Þór er búinn að vera rosalega erfiður síðustu nætur. Þetta hafa verið "mínar" nætur og svefninn hefur farið niður í slitrótta 3-4 tíma á nóttu. Við vitum ekki alveg hvað er að trufla greyið en ætlum að byrja á að gefa honum magalyf á morgun, sjá hvort kallinn róist ekki aðeins við það. Hann er eldhress allan daginn en svo rumskar hann á korters fresti í 1-2 klst 2svar til 3svar á nóttu. Við höfum haldið okkur við ráðleggingar svefnráðgjafans um að taka hann ekki upp á nóttunni en nú erum við búin að halda þetta út í 3 vikur og ekkert skánar ... þetta hlýtur að vera eitthvað meira en bara frekja í drengnum :) :)
Logi byrjaði hjá dagmömmu í dag, Helga fór með hann í klukkutíma og skoðaði aðstæður. Hann fer mjög rólega í þessa aðlögun því það eru allir krakkarnir nýir hjá dagmömmunni og það er soldið álag á svæðinu (les: allt bandbrjálað) :).
Hekla er annars alveg að gera góða hluti þessa dagana, eldhress að vera komin í leikskólann aftur og rýkur svo yfir til Evu vinkonu sinnar strax eftir leikskólann og þær leika sér saman fram að háttatíma, einhvern tímann upp úr kl 8. Nú fer að smella í vetur svo það er ballet á næsta leiti og kannski íþróttaskóli líka á laugardögum.
Myndir á næsta leyti, þær eru komnar af kamerunni, nú er bara að hafa sig í að smug muggast.
... Logi Þór er búinn að vera rosalega erfiður síðustu nætur. Þetta hafa verið "mínar" nætur og svefninn hefur farið niður í slitrótta 3-4 tíma á nóttu. Við vitum ekki alveg hvað er að trufla greyið en ætlum að byrja á að gefa honum magalyf á morgun, sjá hvort kallinn róist ekki aðeins við það. Hann er eldhress allan daginn en svo rumskar hann á korters fresti í 1-2 klst 2svar til 3svar á nóttu. Við höfum haldið okkur við ráðleggingar svefnráðgjafans um að taka hann ekki upp á nóttunni en nú erum við búin að halda þetta út í 3 vikur og ekkert skánar ... þetta hlýtur að vera eitthvað meira en bara frekja í drengnum :) :)
Logi byrjaði hjá dagmömmu í dag, Helga fór með hann í klukkutíma og skoðaði aðstæður. Hann fer mjög rólega í þessa aðlögun því það eru allir krakkarnir nýir hjá dagmömmunni og það er soldið álag á svæðinu (les: allt bandbrjálað) :).
Hekla er annars alveg að gera góða hluti þessa dagana, eldhress að vera komin í leikskólann aftur og rýkur svo yfir til Evu vinkonu sinnar strax eftir leikskólann og þær leika sér saman fram að háttatíma, einhvern tímann upp úr kl 8. Nú fer að smella í vetur svo það er ballet á næsta leiti og kannski íþróttaskóli líka á laugardögum.
Myndir á næsta leyti, þær eru komnar af kamerunni, nú er bara að hafa sig í að smug muggast.
3 Ummæli:
víííí, gaman að lesa fréttir úr Laxakvíslinni. Bið að heilsa liðinu.
-mvb
Æ, knús. Ekki bætir svo úr skák þegar einhverjar fyllibyttur skemma fyrir ykkur þann litla nætursvefn sem þið fáið :S
LOL .. það hefur nú bara ein fyllibytta stolið af okkur svefni upp á síðkastið :) En hún var EKKI í gulum regnjakka!!
Skrifa ummæli
<< Heim